19.12.04

the beauty of the blog-pistill nr. 1

þá er hægt að hefjast handa við bloggið. ÉG held ég sé loksins farinn að læra á þetta!
ég hef lengi vitað af bloggi, en aldrei skilið það. En svo byrjaði ég að tékka á bloggi hjá fólki fyrir svona mánuði síðan og uppgötvaði smám saman yndi bloggsins! Sérstaklega þegar maður býr einn, sjónvarpið sökkar yfirleitt og ef enginn er í heimsókn og lærdómurinn búinn og síðasti tesopinn búinn, þ.e. ekkert að gera.
ÉG hef staðið mig að því að tala við sjálfan mig upphátt á slíkum stundum og það gengur náttúrulega ekki! Það er í lagi að spjalla við gæludýrin sín en þar sem mig langar ekki í svoleiðis útgerð þá er bloggið málið.
a.m.k. þangað til maður nælir sér í dömu!! þá sé ég til...
Skiptir svo sem engu hvort einhver muni lesa þetta eða ekki! maður er bara að spjalla við sjálfan sig að mörgu leyti. eða hugsa upphátt. blogg eða köttur? blogg!
En þetta kostar náttúrulega það að ég þarf að fá mér netið heim til mín (sem er svosem alveg kominn tími á).
en.. jæja.. bara fuck Bush og allt það..