14.11.05

Er sorgin knýr dyra

Ásdís er að fara að flytja verkefni á morgun úr bókinni "Er sorgin knýr dyra". Ég vona að það hjálpi henni að hjálpa mér að takast á við sorg mína sem nú knýr dyra!

í fyrsta lagi: Ég keypti "civilization 4" í fyrradag.. ég er búinn að fatta eftir nokkrar tilraunir að tölvan mín er ekki nógu hraðvirk fyrir leikinn! (bloody tækniframfarir) *#$*%#

í öðru lagi: Ég var rukkaður um 525 kr í dag í sorpu.. fyrir að henda einni hurð; já einni hurð! djöfuls okur

í þriðja lagi: Ég var rukkaður um 98 000 kr hjá LÍN í fyrradag, og þarf að vera búinn að borga skuldina innan 15 daga!!!!?!! :o
ég fer niður eftir á morgun og garga eitthvað á þá!! og ef þeir taka illa í gargið arga ég.

Annars var grafni lambavöðvinn snilld (og Ásdís var sammála); með gráðaosti, lambhagasalati og furuhnetum. Alveg megadýrlegt; mmmmjjaaaa!!

en jæja Ásdís biður að heilsa - bæ