19.12.04

Helga(r)húmor

Sjaldan nær hinn klassíski 5aura aulahúmor jafn miklum hæðum eins og í bröndurum í kringum nafnið mitt; Helgi. "yes það er komin helgi Helgi" og slíkar perlur sem maður fær aldrei leið á!

En núna um næstu helgi eru víst jólin og þau eru náttúrulega gædd ákveðinni helgi og má því segja að næsta helgi sé helgihelgi.
Það býður einhverjum upp á öflugasta helgarhúmor sem ég hef heyrt, þ.e. að spyrja mig: "Er ekki næsta helgi helgihelgi Helgi?"
þarna er komin setning í helgaaulahúmorsbransanum sem er að mínu mati seint hægt að toppa. 4 "helgi" í röð!