8.9.05

íbúðin er í rúst

Við Ásdís keyptum fataskáp og sjónvarpsskáp í rúmfatalagernum og við ætluðum að drífa í því að setja upp fataskápinn í gærkvöldi til að geta komið öllum fötum vorum úr sófanum í rúmið.
Þegar við vorum búin að opna kassann sáum við að við fengum sendan miklu stærri skáp en við pöntuðum, sem væri í lagi ef hann passaði í íbúðina.. en það vantar svona 2-3 cm. til að svo sé :(

Nú er svefnherbergið fullt af fataskápseiningum..

Þá rifum við upp sjónvarpsskápinn og reyndum okkar besta til að setja hann upp en ég þarf að fá mér betri verkfæri í dag.. og nú er stofan full af sjónvarpsskápseiningum og allt í rúst..

Svo erum við að fara út úr bænum bæði á morgun svo að líklegast skiljum við við íbúðina í döltlu messi.

Það verður svo gaman þegar þessir skápar verða komnir upp, sérstaklega fataskápurinn. En það verður vikubið á því.

En við höfum þó alltaf hvort annað mitt í rústinni... :)