Algjör perla
Þar sem við erum búin að vera nánast daglegir gestir á Hótel Holti síðustu misseri ákváðum við að heiðra Perluna með nærveru okkar síðasta sunnudag. Skelltum okkur á þriggja rétta tilboð á aðeins 5000 kall og rauðvínsflösku á þrjú og sex. Síðan fengum við tvo agnarsmáa aukarétti þannig að þetta varð einskonar 5 rétta máltíð.
Fyrst fengum við í smakk smá krabbasalat með kavíar sem okkur fannst báðum afar gott. Hefðum viljað meira af því en þetta var fínn "teaser". Þá kom Parmaskinka með polentuköku ofan á sem var aðeins síðri, skinkan svolítið þurr eins og svona skinkur eru svo viðkvæmar fyrir en mjög góð þó engu að síður. Polentukakan ofan á var óvenjuleg en góð og síðan var hefðbundið að hafa rucola og rifinn parmaost með.
Næst kom annar "teaser"; Engifer- og sítrus krap. Ég fékk tvö glös af því af því að fyrra glasið sprakk á disknum (heitt vs. kalt ekki að rokka þar). Annars var þetta fínn milliréttur.
Svo kom aðalrétturinn; Nautakjöt með bearnise sósu og ýmsu fínu meðlæti. Svona eins og maður bjóst við var þetta eðalsnilld.
Eftirrétturinn setti síðan góðan punkt yfir i-ið með pistasíufrauði og súkkulaðiís.
Hefðbundinn matur en snilldarumhverfi - og þó.. lofthræðslan plagaði mann stundum þegar maður fór á klósettið, sérstaklega þegar koníakið var komið ofan í maga, og síðan hringsnerist allt sem hljómar kúl en er pínu ruglandi í raun.
en jújú algjör snilld þetta kvöld.
Fyrst fengum við í smakk smá krabbasalat með kavíar sem okkur fannst báðum afar gott. Hefðum viljað meira af því en þetta var fínn "teaser". Þá kom Parmaskinka með polentuköku ofan á sem var aðeins síðri, skinkan svolítið þurr eins og svona skinkur eru svo viðkvæmar fyrir en mjög góð þó engu að síður. Polentukakan ofan á var óvenjuleg en góð og síðan var hefðbundið að hafa rucola og rifinn parmaost með.
Næst kom annar "teaser"; Engifer- og sítrus krap. Ég fékk tvö glös af því af því að fyrra glasið sprakk á disknum (heitt vs. kalt ekki að rokka þar). Annars var þetta fínn milliréttur.
Svo kom aðalrétturinn; Nautakjöt með bearnise sósu og ýmsu fínu meðlæti. Svona eins og maður bjóst við var þetta eðalsnilld.
Eftirrétturinn setti síðan góðan punkt yfir i-ið með pistasíufrauði og súkkulaðiís.
Hefðbundinn matur en snilldarumhverfi - og þó.. lofthræðslan plagaði mann stundum þegar maður fór á klósettið, sérstaklega þegar koníakið var komið ofan í maga, og síðan hringsnerist allt sem hljómar kúl en er pínu ruglandi í raun.
en jújú algjör snilld þetta kvöld.
<< Home