23.1.06

lagið um ofanálag

einu sinni var ég kærustulaus og þá var fílingurinn svona:

kærustulaus ég kúri
kærulaus og stúrinn
klæðlaus og kaldur

laus og liðugur
með lausa skrúfu
og laus við lán
---

langir leggir dömu
löngum hafa heillað
langa lífsleið

langar eru legur
langar nætur
langanir lifa
---

í lófa væri lagið
að lofa Guð mér einum
dömulófa í lófann

lífsleiðin er löng
lífsleiðinn óbærilegur
en að leiða eyðir leiða
---

þyrpast að mér þankar,
þyrpast að mér óveðursský
og þyrma þau mér ei

en þorpsbúar víst þrauka
þorpi hverju í
þrekraun sem þessa
---

klukkan tæplega tvö
tæpt er geðið
tæmist trúlega brátt

time after time
tæmist hugur
já tíminn tæmir fús
---

auðvelt er ekki
auðar göturnar
auðnulaus að æða

já auður skiptir engu
auðsjáanlega
ef autt er hjarta af ást
---

hver er sinnar gæfusmiður?
sinnir Guð mönnum?
sinni mitt spyr!

einn að sinni, aumur
og einfaldlega sinnisveikur
einu sinni enn!

amen

ES. nú er ég kærustufastur og verð það vonandi áfram