27.12.05

smyrja brauðið meðan það er enn heitt

þeir sem hafa áhuga á ristaðbrauðsáti

ég veit ekki með ykkur en ég er búinn að vera að svissa svolítið um stíl síðustu misseri. Í staðinn fyrir að smyrja báðar brauðsneiðarnar fyrst og setja síðan sultu/gúrku og ost á - þá smyr ég núna fyrst aðra og og set álegg á og smyr síðan hina og set áleggið á hana.. sparar mikið stress. Á þennan hátt næ ég fram tveimur mismunandi en mjög góðum sneiðum í staðinn fyrir að reyna að ná þeim alveg eins.

ég var í sturtu áðan.. ég er geðveikt hreinn.. ég anga af hreinlæti.. nei ekki þannig sturtu dónapésarnir ykkar!

smakkaði viský í gær hjá mumma bróður sem bragðaðist eins og hangikjöt! Nú segir einhver: "galgopinn þinn" en þetta er satt!
viskýið bragðaðist eins og bloody hangikjöt. Blóðugt hangikjöt hljómar illa og viský sem bragðast eins og hangikjöt hljómar líka illa og satt best að segja var ég ekki upprifinn.. hélt að mér þætti allt áfengi gott.. annars finnst mér nú koníak alltaf betra en viský (kerlingin ég) :(

nú er klukkan að verða 5 að nóttu og ég er búinn að vera klst í fokking sudoku og ég virðist vera að játa mig sigraðan. Bugaður á sál og líkama segi ég góða nótt og vona að þið fyrirgefið allar mínar misgjörðir svo sem ég og fyrirgef yðar (kannski)

Á maður kannski að telja hvað maður fékk sniðugt í jólagjöf??
æi nenni því ekki núna

2 mínútur í 5!! pæliði í því! þetta er sick