22.12.05

Kominn til Akureyrar

2 dauðir fuglar og fegurð

Hef sjaldan upplifað jafn mikla fegurð eins og ég varð vitni að í Borgarfirði á leiðinni frá Reykjavík í dag. Himininn var allur fjólublár og rauður og hvít jörðin var jólalegri en andskotinn sjálfur.

Einhversstaðar á leiðinni þusti upp hópur af fuglum og tveir þeirra ákváðu að stytta sér aldur og flugu beint fyrir bílinn. Nú eru þeir dauðir

Ég var bæði veikur og þunnur þegar ég vaknaði í morgun þannig að þessi bílferð var ekki efst á óskalistanum.
Fréttatíminn var samt góður. Mér fannst t.d. ansi fyndin fréttin af því að flugmenn eru þrefalt líklegri en aðrir til að fá ský á auga..