22.3.06

Hlemmur

Jæja ég fór í strætó í fyrsta skipti í langan tíma í morgun. Þurfti að bíða á Hlemmi í 10 mínútur og naut þess á meðan að tékka á mannlífinu.

KB banki, sem er nýbúinn að taka lán upp á ca. 50 milljarða kallaðist skemmtilega á við kallana sem voru að spá í málunum inni á biðstöðinni.

Ég færði mig nær mjóróma gaurnum sem var að lýsa fyrir gamla kallinum í þrönga snjógallanum hvernig nýja strætókerfið legðist í sig. Hann lýsti í smáatriðum hvernig væri best að komast hingað og þangað í borginni og var greinilega mikill strætóspekúlant. En tengingin við KB banka varð skemmtilega író-nísk þegar hann fór að tala fjálglega um það þegar hann komst í álnir fyrir utan Kolaportið. Ruslapoki eftir ruslapoki af heilu drasli var borið út og hann sagði spenntur frá hvernig hann veiddi það heila upp úr og safnaði því saman til að selja næstu helgi,.,. í Kolaportinu.

Svo fór ég í skólann og lærði það að Ikea leiðbeiningarbæklingur um hvernig á að setja saman fataskáp er uppfullur af misrétti; gegn konum, samkynhneigðum, svörtum og asískum.

Heil Helgi!