20.4.06

fokking paradís

páskafríið var algjör snilld og ég er gjörsamlega endurnærður eftir það.












Flesta daga fórum við í fjárhúsin að gefa tæplega 400 kindum, eftir góðan morgunverð. Það var bara hressandi. Síðan fór maður í funheitt bað og eftir það endalaust dúllerí...















... Til dæmis blanda Ávaxtadrykki.. hér sjáum við gulrótarmangóperuvatnsmelónuhunangsmelónuananasdrykk












Svo fékk besta páskamat sem ég hef fengið að öllum öðrum ólöstuðum. Enda var á ferðinni þaulvanur kokkur með yndislegt hráefni, mágur Ásdísar. Í forrétt var humar (stór humar) með laxabita, mjög góðri humarsósu og svepparisotto.. alveg frábært á bragðið og mig langaði satt best að segja ekkert mikið í aðalréttinn eftir þennan magnaða risaforrétt, var orðinn hálfsaddur. En forrétturinn reyndist þá vera algjört frat miðað við gæsina í aðalrétt. Gæs, sellerírótarmús, yndisleg berjasósa, kartöflur, alveg ótrúlega mjúk heimaveidd gæs og þetta hefði sómað sér á hvaða veitingahúsi sem er.. alveg magnað.. Maður var í ánægjutrans sólahring eftir á.

En þá er fríinu lokið og nú þarf bara að fara að versla sér nýja íbúð.. enda vorum við ein í einbýlishúsi allt páskafríið.. í STÓRU rúmi!!