12.12.06

flókið líf

Þegar ég var lítill var lífið einfalt. Nú er það orðið flóknara. Núna traðkar maður ýmsum um tær á ýmsan hátt ef maður passar sig ekki. Ef maður hefur einhvern vilja til að koma vel fyrir þá er það ekki nógu gott. Það kristallast mjög vel t.d. í þessu einfalda lagi hér (þ.e. eitt sinn einfalda lagi):

Ég vil líkjast Daníel og ég vil líkjast Rut
Rut er svo fín og góð
Daníel fylltur hetjumóð
Ég vil líkjast Daníel og ég vil líkjast Rut

(eitthvað svona)

Þetta söng maður grunlaus í æsku, en fyrir ekki mörgum árum fór fólk að benda mér á misræmið í þessu: góðar stúlkur, hetjufylltir strákar... og lífið flæktist.

Núna í vetur flæktist það enn þá meira þegar mér var bent á að þetta væri trúarlegt líka... þá eru semsagt komnar ennþá fleiri tær til að traðka á... soneretta.

Mig hefur lengi langað til að stjórna barnakór en mig langar það ekki lengur, það eru of margar tær til að traðka á og ég hata tær. Það er nógu erfitt að feta hinn gullna meðalveg í píanókennslunni, hvað þá þegar maður fer að syngja helvítis textann.