5.12.06

Falleg ssztúnd

Lífið getur verið ljótt, jú jú...

en, inn á milli koma falleg augnablik.

Einhvern tímann í haust var ég að fara til vinnu á Kópavogshæli kl. kortér í 8 á laugardagsmorgni. Eins og gefur að skilja var töluverð þreyta í loftinu og skapið ekki sérstaklega klappvert.

En ég ræsti bílinn eins og gengur og bakkaði út af stæðinu eins og gengur og keyrði af stað eins og gengur en byrjar þá ekki að óma söngurinn Heims um ból þegar ég fer yfir fyrstu hraðahindrunina af mörgum á leið í Kópavoginn. Nánar tiltekið búturinn:

...en gjörvöll mannkind, meinvill í myrkrinu...

Þá hafði jólaspiladósakirkjan mín orðið eftir í bílnum og þessi stutti bútur hljómaði frá henni.

Ef þetta var ekki Gubbi að létta mér lundina í morgunsárið þá veit ég ekki hvað!

(Nema það hafi verið hristingurinn frá hraðahindruninni?!)

Alltént var þetta falleg stund