17.8.06

zebra

Fékk þá hugmynd þegar ég kom heim af næturvakt í gær að fá mér að sofa úti til tilbreytingar. Veðrið var æði, heiðskýrt og alles og löngunin því í minna lagi til að fara inn að sofa. Ég fór því út með litlu dýnuna okkar og lagðist á pallinn til svefns.

Hugmyndir geta verið góðar og hugmyndir geta verið frekar lélegar.

Þegar ég vaknaði fjórum tímum síðar var sólin búin að grilla á mér annan hluta andlitsins en hinn er ósaurgaður og fínn. Augnlokið á vinstra auganu er helaumt (aðallega þegar ég blikka) og öll vinstri hliðin er frekar sár.

Verst er þetta samt útlitslega!