16.7.06

maður á kannski að slá... til

Það er ýmislegt skrítið í sjónvarpinu á digital lyklinum á nóttunni.

wild sex?!
Þegar ég sá nafnið á þessum þætti bjóst ég við einhverju sem væri óráðlegt að hafa á fullu blasti í borðstofu gamla fólksins seint um nótt. Hér var hins vegar um að ræða þátt á National Geographic sem hét Wild sex er sýndi meðal annars lesbískar hýenur í léttum leik og spólgröð ljón á fullu. Ég dvaldi nú ekki lengi þarna. Hver horfir á svona?!

Á Fox News voru tveir "spekingar" að greina vandamálið fyrir botni miðjarðarhafs og komust að þeirri niðurstöðu að best væri ef Bush myndi gefa heiminum þá "gjöf" að ráðast inn í Íran áður en hann hyrfi úr Hvíta húsinu. Einnig gáfu þeir út þá yfirlýsingu að Frakkar væru þjóð aumingja og lúsera af því að Zidane skallaði Materazzi. Ég endurtek: The French are a nations of losers!! Hvað er málið með Frakkahatur Bandaríkjamanna?

Á E-sjónvarpsstöðinni var raunveruleikaþáttur þar sem venjulegri stelpu. Dökkhærðri, með gleraugu. Var breytt í Playboy-kanínu, ljóshært bimbó! Og í framhaldinu varð hún ægilega hamingjusöm enda draumur hverrar stúlku að vera eins og Playboy kanína.
Nei hættið nú alveg!!

-----
Lena frænka mín var að gifta sig fyrir stundu (klukkan fimm að nóttu veit ég ekki alveg hvort maður segir í gær, áðan, í dag - eða hvað?! - en jæja). Ég fann ekki neinn til að skipta á vöktum við mig og fór því ekki Akureyrarreisu í brúðkaupið. Sem sökkar. Ég hefði þurft að taka launalaust frí í nótt en mér varð hugsað áðan er ég horfði á fokking krappið í sjónvarpinu (örugglega á milli lesbísku hýenanna og karlanna sem sögðu að Ísraelsmenn ættu að auka við árásir sínar á Líbanon) að ég hefði kannski átt að taka mér þetta frí. Er það ekki lífið? að fara í gleðskap og mannamót þó það kosti mann einhvern pening?! maður á kannski að slá til? Allavega má sjá til!

Þegar það gengur svona illa að selja Skarpó eru málin reyndar flóknari. Áður fyrr voru peningar ekkert mál. Að búa í lítilli íbúð er draumi líkast peningalega séð, peningarnir hrúgast inn.

Íbúðin hefur varla verið skoðuð síðan við settum hana á sölu. Við keyptum nýja íbúð í toppi verðsprengjunnar en ég setti síðan Skarpó á sölu og þá hrundi markaðurinn! En ég mæli með svona lítilli íbúð - því lítil íbúð = engar peningaáhyggjur!! spread the word...
Markaðurinn hlýtur nú að fara að fara að fara af stað aftur...


Æ djöfuls blabla er þetta orðið..
ég ætla að hætta að slá... á lyklaborðið