14.5.06

skólinn búinn

Ég sat og horfði á sjónvarpið áðan, einn, því Ásdís er upp í sveit. Ég var með ákveðið samviskubit yfir að hanga í leti og vera ekki að læra eða neitt. Svo fattaði ég allt í einu að skólinn er búinn.

vúhú!

Hvað er þá hægt að gera? ég fór að taka til því nú fer íbúðin í sölu á morgun og eins gott að hún verði hrein. Svo sópaði ég undan sófanum og kom þá ekki sprengiplast í ljós... þá var næstu 10 mínútum reddað.

vúhú!

Síðan datt ég inn í þátt á Skjáeinum, Wanted, bara nokkuð gott rusl...
En nú er ég að blogga og þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að vera ekki að gera neitt.

vúhú!

Ég verð að vinna á næturvöktum í sumar á þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Það verður spennó.

Ef að íbúðin selst á 10 millur þá er allt eins og best verður á kosið!