28.4.06

Sagan af 15 þúsundkallinum

Ákvað að prófa hlutabréfamarkaðinn núna fyrir einni viku. Las og las og ákvað á endanum að versla fyrir 170000 kall í Landsbankanum. Þá var gengið 21,9. Ég fylgdist síðan spenntur með dag frá degi hvernig gengið hækkaði... 22 - 22,2 - 22,5 svo var það komið í 23,8 í smástund í gær. 15 þúsund krónu hagnaður á einni viku var staðreynd. 15 þúsund krónur fæddar.

En þegar markaðurinn lokaði í gær hafði gengið hrunið niður fyrir 23. Og núna undir kvöld var það næstum komið hringinn; var 22,00.

:(

Það munaði svo litlu að ég hefði selt í 23,8 en ákvað að bíða eftir 24..

fimmtán þúsund fæddar
fimmtán þúsund græddar
fimmtán þúsund farnar
fimmtán þúsund blæddar

og svo til að kóróna allt þá þurfum við víst að borga 9000 kalli meira í Finnlandsferðina heldur en áður var skráð.

ps: er psd en hvað með Darfur

pps: Má til með að þakka tveimur manneskjum ef þær lesa þetta: Hjördís og Laufey - takktakk!

ppps. Bráðum kemur Grillið á Hótel sögu - eða réttara sagt við förum til þess...