26.7.06

tapið mikla

ég er í alveg brjáluðu skapi núna í dag (og fram á nótt (hmmm hvað er klukkan? Að verða sex (sjitt))). Ástæðan fyrir brjálleikanum er einföld. Peningar.

Ímyndiði ykkur að tapa 30 þús kalli, ömó! hvað þá 40 eða 50 þús. En í dag tapaði ég 70 þúsund krónum. Eftir að ég rispaði sendibílinn sem við leigðum til að flytja inn í Hæðargarðinn sá ég fyrir mér að þar mundu fjúka 20-30 þúsund krónur, það hélt ég í einfeldni minni.

En í dag kom reikningurinn. Fyrir þessa rispu voru teknar rúmar 60 þúsund krónur í viðgerðarkostnað og svo voru teknar 7000 krónur í sorphirðugjald! jamm, losun á sorpi. Ég tók nú til í bílnum áður en ég skilaði honum þannig að ég veit ekki hvaða upphæð þetta er, kannski gleymdist kókflaska eða eitthvað í bílnum og það kostar þá sjö þúsund krónur (til að gæta sanngirni varðandi sorphirðuna tóku þeir "bara" 5662 í gjald en restin er vsk.) 5662 fyrir losun á sorpi, ég trúi þessu ekki.

Ég borgaði líka eitthvað á annað þúsund í aukakílómetragjald því samkvæmt þeim ókum við tæpa 130 km sem mér finnst vægast sagt hæpið á þessum eina degi. 5-6 ferðir frá bænum að Grensásvegi hljómar ekki eins og 100 km í mínum eyrum. En ég veit það sosum ekki

Soneretta

70 000 kall floginn eða 71322 to be spesific...

heildarkostnaður við að leigja þennan bíl varð því rúmur 80 þús kall sem er það sama og það kostar að leigja gám í nokkra sólarhringa og fylla hann af búslóð og senda hann norður og losa hann þar.
jamm þetterei djamm!