12.2.07

hitastig í heilanum

ískalt

Baugsmálið. Ég hef aldrei haft áhuga á því og hef sífellt minni eftir því sem árin líða. Nú í morgun var úttekt á rás1 á Baugsmálinu. Ég hefði frekar hengt mig en hlusta á það.

kalt

Vörutorg á Skjá einum. Guð minn almáttugur hvað það er hallærislegt allt saman.

volgt:

Rachel Ray. Ég hlakkaði til þegar nýir matreiðsluþættir voru að byrja á Skjá einum en... svo er hún bara að tala mest allan tímann, grípur fram í fyrir viðmælendum þannig að...

heitt

Hafragrautur á morgnana. Heitur og góður, kannski ekki mest spennandi matur í heimi en hvílík undirstaða. Ég er trylltur yfir því að ég hafi ekki byrjað að borða hafragraut fyrr en í sumar.

snarkandi

Heroes.. Rosa spennandi, bíð spenntur eftir hverjum þætti, vonandi enda þættirnir samt ekki eins og LOST – í algjörri vitleysu með uber teygðan lopa!

(Gaddfreðið: LOST – lopinn er slitinn!)