mig dreymdi
Ég var á tali við Spánverja sem var ógnarsmár, ca. helmingi minni en ég og hann var með svona spænskar krullur, maradona-krullur. Ég dýrkaði þennan gaur og það fór vel á með okkur.
Skyndilega heyrðist mjög hávær sinfóníubíómyndatónlist og síðan beint í kjölfarið kom væmin trúbadortónlist þegar Brandon úr Beverly Hills 90192039 kom askvaðandi. Skyndilega var ég kominn inn í lokaþátt Beverly Hills og það kom í ljós að Brandon var ættleiddur og var að hitta raunverulega foreldra sína... og það var þess vegna sem væmna trúbadortónlistin var.
Ég man síðan ekki meir fyrr en þátturinn endaði en þá komu allir leikararnir hlaupandi fram á sjónarsviðið og Beverly Hills lagið var blastað.
en það var ekki nóg með að leikararnir kæmu hlaupandi heldur komu líka ungu útgáfurnar úr fyrstu seríunni hlaupandi, þannig að það voru tvö eintök af hverjum. Ég hljóp um sviðið í nostalgíukasti og virti fyrir mér ungu og gömlu týpuna af hverjum leikara. Ég hljóp meðal annars að ungu Brendu og kleip í brjóstin á henni.
þá vaknaði ég og var illt í maganum.
<< Home