20.12.04

jólagírinn

Sumt er betur til þess fallið en annað að veita manni jólaskap, hér er listi minn yfir topp 10 þessa stundina.

10. Skrámur að "syngja" 12 dagar jóla
9. Ómar Ragnarson með barnakór að syngja ýmis lög, sérstaklega: Sveinki viltu nú doka, sýndu okkur í poka æ þú mátt ekki loka honum dadada. Allir krakkarnir hlakka til að taka upp pakka, taka um háls þeim og þakka dadadda..(man ekki alveg textann)
8. Sniffa negul
7. Piparkökur(og aðrar smákökur) með nýmjólk
6. Sankta lucia
5. Spila á píanó og syngja jólalög með litla frændfólkinu (mestu hittararnir eru "í skóginum stóð kofi einn" og "jólasveinar ganga um gólf")
4. Malt&appelsín
3. Mandarínur
2. Snjór, mikill snjór og frost og kyrrð (og þar af leiðandi "white christmas" með Bing Crosby)
1. Að koma svangur úr sturtunni seinnipartinn á aðfangadag og finna ilminn af steikinni.(alltaf í fyrsta sæti)

Glöggir menn sjá að enginn er hér Jesús! og þar sem þetta er nú afmælið hans á hann kannski heima á þessum lista?! Hann er nú helvíti svalur kallinn. Hann komst ekki inn á topp tíu núna en það var mjög tæpt, verður þar kannski næst. Krissi og Skyrgámur eru nánast jafnir í 11.sæti.