11.9.05

Lélegasti brandari í heimi!

Eins og menn vita er ég með mikinn aulahúmor og hef það að markmiði að hlæja sem mest. En það er erfitt að láta bjóða sér svona:

"-hvað kallast maður sem er rúmir 2 metrar á hæð og með algjöra munnræpu?
-Hátalari!"

Þessi brandari er aftan á Andrésblaði (19. tbl. 16. árg. 11. maí 1998). Guð minn góður, að hann skyldi fá að fljóta með! Aðrir brandarar á baksíðunni eru annars boðlegir; sbr:

"Skoskur kennari: -Ef þú átt fimm krónur og ég bið þig um þrjár krónur hvað áttu þá margar eftir?
Skoskur nemandi: -Fimm krónur!

Er kannski e-h sem ég er ekki að fatta í þessum hátalara"brandara"?!!

HÁTALARI!!
wtf