3.10.05

Spennandi ferð í kringluna

Við fórum í veiðiferð í Kringluna í gær..

Við þurftum að versla í Bónus og fórum því í Kringluna og ég missti það út úr mér að ég ætti lítið af svona þykkum hlýjum peysum.
Ásdís fór í svaka ham og stormaði um alla kringlu í leit að bráð. Við enduðum í Hagkaupum og þar hófst sjálf veiðin!

Í þeim innkaupaferðum sem ég hef farið í hef ég labbað rólega um búðina og vitað hvort eitthvað kallaði á mig.. en í þessu tilfelli var búðin tekin eins og hún lagði sig á nokkrum mínútum og hvert herðatréð á fætur öðru var gripið og ég fylgdi eins og hundur og hélt á öllum flíkunum. Þetta var fínt ef maður bara passaði sig á því að halda sig til hlés. Síðan var haldið í mátunarklefann með herlegheitin og ég mátaði hverja peysuna á fætur annarri.

Og nú er ég töffari í nýrri peysu þökk sé þessari spennandi verslunarferð!

Takk Ásdís!!
Þetta var rosalegt!