19.9.05

thank you Hössi!

Fór á dýrðlega tónleika á föstudagskvöldið með Herði Torfasyni. Ég hef aldrei stúderað Hörð neitt og hafði þar til nýlega bara heyrt "Ég leitaði blárra blóma"!!

En á tónleikunum fór hann um víðan völl, bæði í fyndnum lögum, sorglegum og svo bara virkilega flottum! Hann er rosalega gefandi og skemmtilegur á sviði og orkan sem hann gaf frá sér fyllti mann fítonskrafti. Hann greip mann strax frá fyrstu sekúndum þegar hann mætti á tásunum á sviðið og byrjaði að spjalla.. eins og hann gerði á milli flest allra laga. Sagði margar yndislegar sögur.

Ég er búinn að vera í tveggja mánaða sjálfskipaðri; þó nokkuð óþægilegri en týpískri tilvistarkreppu og rugli en Hössi fór langt með að eyða ruglinu.. skýra málin..

sannur listamaður! breytti bætti og kætti! Nú líður manni stöðugt vel eins og vel smurð vél.

Takk fyrir Hörður!