11.9.05

fönní stöff

Já það er gaman að eiga níræðan afa sem er stuðbolti dauðans. Þegar gestirnir byrjuðu að tínast í burtu um 2-3 var hann manna hressastur búinn að dansa tímunum saman!!

Já það var yndislegt að borða góðan mat og drekka sérstaklega gott rauðvín með.. e-h bombay dæmi! sweet!

Það var dásamlegt að hlusta á tvo áttræða karla spila fornrómantíska danstónlist. Annar á rafmagnsgítar og hinn á harmonikku. Sá sem spilaði á rafmagnsgítarinn var svona 160 cm og átti auk þess þann stærsta rafmagnsgítar sem ég hef séð - það var fönní stöff! frábært - mig langaði svo að hlaupa að kallinum og knúsa hann.

Það var stuð að vera nettur celeb eftir að hafa spilað tvö lög á píanóið fyrir þennan fjölda-

Já fornrómantíkin sveif yfir vötnum og það var gaman að dansa við dísir við þessa fornrómantísku tónlist.. ég hafði ei dís mína.. en ég hafði Eydís mína. - og Hafdísi mína.. dansaði við Eydísi og Hafdísi - en enga Ásdísi!!...
Það vantaði réttu dísina!