8.3.07

uppeldið byrjað

já, ég er byrjaður að ala upp "Veru" þó enn séu nokkrir mánuðir þangað til hún lítur dagsins ljós. Á hverju kvöldi spila ég nokkur klassísk verk á píanóið fyrir hana og hún byrjar yfirleitt að sprikla og dansa. Hún virðist hrifin af Sjostakovits en minna af Prokofieff.. Ég er búin að spila mikið af þýskri klassík sem fellur vel í kramið. Íslensk barnakórslög féllu einnig í góðan jarðveg. Auðvitað er ég búinn að spila Bartók og Liszt líka og örvæntið ekki, franskur impressionismi verður bráðum á dagskrá.

Síðan ætla ég að fara að spila eitthvað af diskum líka. Er reyndar búinn að prófa 9. sinfóníu Mahlers sem virtist tormelt - enda er hún það sosum..

Annars sýnist mér "Vera" vera með góðan smekk.