50 kg í snörun
Alltaf gaman að fara í Kársnesskóla að kenna krökkum í 3. bekk að syngja. Lenti samt í svolitlum vandræðum áðan. Eftir tíma flykkjast alltaf stelpurnar að manni og stökkva á mann eins og hýenur á hræ. Þær vilja faðmlag og að þeim sé lyft upp, helst 2-3 í einu. Þetta er svo sem ekkert mál nema... áðan kom þyngsta stelpan í bekknum og sagði "þú getur örugglega ekki lyft mér". Hún sagðist vera vel yfir 40 kg og þar sem ég er annálaður aumingi og "bak loser"rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds eitt augnablik. Hinar stelpurnar flissuðu og sögðu að ég ætti ekki möguleika. En ég tók mig saman í andlitinu, sveiflaði henni upp fyrir haus og sagði síðan "uss, þú ert skítlétt!" til að vera góður.
Useful indeed, I don´t need more workout today.
Useful indeed, I don´t need more workout today.
<< Home