20.3.05

what can one say? (the edrú version)

Já það er ekki oft sem að grandissimo stórveislur dúkka upp með svona stuttum fyrirvara. Ég var beðinn um e-h forrétt og einn eftirrétt á föstudagskvöldi og veislan var á laugardagskvöldinu. Þetta var eins og á gamlaárskveldi, þá er mikið sagt. Öll systkinin gerðu einhvern rétt, ja og framlag Nonna var að skera tómatana í chilisúpuna fyrir mig, kann ég honum bestu þakkir fyrir.

Sá réttur sem sætti einna mestri furðu var bláberja-lambalærið, þvílíkt braggð (með tveimur géum), örugglega það besta sem snert hefur bragðlauka mína. Einnig var hrá lúða, marineruð í alls kyns dóti, m.a. jalapeno, fantastico. Kjúklingabringur með lime? sósu var afskaplega rokkaður réttur.

En æ, æ, þá er það lærdómurinn, svartnættið, brauðsneiðarnar og kornflexið.. until next feast!