21.4.05

Gleðilegt allar

Komdu sæll sumardagurinn fyrsti! Skildi ekki þessa partístemmningu í gærkvöldi, þar til ég komst að því að það er víst sumardagurinn fyrsti í dag. Sumt fer alveg fram hjá manni! en slæmt þegar þetta sumt er sumarið, en þó væri það í lagi ef það væri allt og sumt.

En best að hefja sumarið á ósvífinni bæn til sumarsins - ó að það verði gott við mig..

sæll komdu sumardagur
sumir létu bíða eftir sér!!
megi nú mildandi bragur
myrkrinu bægja frá mér

já klárt það er að kaldur bjór
er kúl um heitan dag
en kaldur bjór um kaldan dag
er "kúl"!!! sem vetrarsnjór

bæn mín eina er ósvífin
enda ég svífinn er sjaldan
ég vil í sumar fá alvöru sumar!!
og svolgra bjórinn kaldan

sæll komdu sumardagur
sumir biðu lengi eftir þér
suma daga í sumar fagur
sólardagur heilsi mér

þetta er bænin mín "bljúga"
í byrjun sumars ég kveð
ég ákvað í upphafi að heilsa
en að endingu núna ég kveð

ps.
(það ágætt er að skálda sljór
á sumardaginn fyrsta
en út af þessu blaðri um bjór
mig byrjað er að þyrsta)