9.4.05

Hótel hollt - here we come!

Eftir ca. 20 klst verð ég staddur á Holtinu, þá þarf ég bara að vita hvernig á maður að kaupa rauðvín eins og mönnum sæmir. mmmm...

5.900 kr. á mann.
Graflax (óbreyttur á matseðli síðan ’66) með ristuðu brauði og Viking sósuFrönsk lauksúpa (’69-’85) með hvítlauks-Pernod smjöri.
Sniglar í skel (’69-’95) Glóðarsteikur humar í skel (síðan ’66 af og til á matseðli) með ristuðu brauði og smjöri
Tónar hafsins (einn vinsælasti aðalréttur Holtsins á árunum ’66-’96) Valdir sjávarréttir með austurlensku kryddi, grænmeti og hrísgrjónum, steikt í koníak.
Kampavínskrapís.
Holtsvagninn (’70-’80. Fyrirskurðarvagn gefin Þorvaldi Guðmundssyni sem þakklætisvottur fyrir starf hans að kynningu lambakjöts sem veislumatbæði hérlendis sem erlendis) Lambahryggvöðvi “tranche” og turnbauti með fondandt kartöflu, rótargrænmeti, villisveppasósu og Bearnaise.
Marsipan ísrúlla (’86-’93) með volgri súkkulaðisósu Crêpes suzette (síðan ‘66 af og til á matseðli) Holts ís með Cherry Heering.

Helgi H og dís með Á
Holtið bráðum fara á.
Vilja munu vöðva af á
með villisveppasósu á.

Hótel Holt! brátt opna skolt
Helgi og Dísa Manna.
Svöng og sæt og til í hollt
og sætt á milli tanna.

Oft er í holti heyrandi nær
hátturinn segir gamli.
Eins er á Holtinu æðisleg ær
og sjávarréttir á svamli.

Oft er á Holti hressandi blær
höfugur ilmur og graflaxinn kær.
Sniglar í skel já og humar með klær.
Snilldar naut og margnefnd ær.

Kampavínskrapís hljómar VÁ!
Crap er varla ísinn sá
já málsverð mikinn munum fá.
(sem mun að vísu kosta smá.)

But who´s gonna care? - ekki mér.. érsoríkur