28.4.05

kraginn vekur eftirtekt

tónleikarnir búnir já..
Bach var þokkalegur
Mozart var skelfing, algjör hryllingur - langversta sem ég hef gert á tónleikum!
Chopin slapp
hléið var næs
Skriabin vakti lukku
Prokofiev var þokkalegur
Liszt gekk best

Annars vakti uppbrettur kragi á jakkanum mínum eftir hlé víst meiri athygli en sjálft spilið.. það er alltaf e-h hjá mér! :( en þá eretta búið og ég byrjaður að æfa ný verk..

Eftir tónleikana var síðan veisla góð og ljúfar veitingar í boði foreldra (og ástkærra systkina). Fékk ýmsar gjafir sem ég bjóst alls ekki við að fá yfirhöfuð Queer eye bókina (ásamt risa popprokk sögubók) frá nokkrum (snillingum) úr kórnum og síðan fokking alfræðabók um MAT! frá Gunnu frænku og family, næstum 700 bls :o
ég er orðlaus!!

eða næstum


í lagi var lagið hans Bachs
en ljótt var á Mozart að hlýða
ég fór í flækju og ekkert gekk
fingurnir vildu ekki hlýða

já verk fékk af verki Mozarts
verk í hendur og putta
en valsinn hann gaf mér aftur von
verkið (hans Chopins) stutta

í hléi fór helvítis kraginn upp
og heli sá auðvitað ekkert
ég sem var fínustu fötunum í
og fannst ég vera lekkert
:s

en jæja

Scriabin var skrítinn fannst mörgum
en skoraði þó nokkuð hátt
Prokofiev var nokkuð pro
já pakkið var giska sátt

en þá kom snillinn, sjálfur Liszt
þar snilldartakta reyndi að ljá
fólkið virtist furðu ánægt
fingralipurð mína að sjá

en já
í heildina varetta andans auðgun
ef undan er skilin Mozartsnauðgun
og vonandi skyggir ei sagan um kragann
á spilið um kvöldið (ég hefði átt að laga´nn! :()

en nú er ég formlega orðinn leikari - meira að segja píanóleikari!
nei reyndar ekki formlega, verð það ekki fyrr en 27. maí.
en vó..