6.10.05

hlemmur & kjötsúpa

eitthvað var strætókerfið að bregðast mér í gær! Ég rétt missti af strætó og blótaði sjálfum mér í sand og ösku fyrir að vera alltaf svona seinn niður á Hlemm... en ég ákvað að bíða eftir næsta og sá fyrir mér leiðinda 20 mínútur.. ég tvinnaði blótsyrðin og rölti um Hlemmtorg.

(Það rann þó aðeins af mér bræðin þegar ég sá gaur reyna að borga sig inn á almenningsklósettið en það hafnaði tíkallinum hans trekk í trekk.. örvæntingarfullar tilraunir hans til að borga sig inn á klósettið báru ekki árangur og hann gekk sneyptur á brott! Ég áttaði mig á því að vandamál mín voru tiltölulega þægileg miðað við sumra!)

en svo leið og beið og það var ekki fyrr en eftir 50 mínútna bið sem rétti strætóinn kom aftur.. það hefur eitthvað klikkað hjá köllum!

en annars auglýsi ég eftir kjötsúpudýrkendum. Asninn ég gerði kjötsúpu í gær í risapottinum mínum og það rann smám saman upp fyrir mér ljós eftir því sem ég bætti í pottinn að ég var að gera allt of mikið. Þetta endaði sem nálega 10 lítrar af súpu og við erum nú bara 2 í heimili þannig að.. æi.. ég er svo vitlaus!