15.10.05

The verdict is:

það er gott að borða á Holtinu...

forrétturinn samanstóð af humri, rækju, kúskel og hörpudisk. með því fengum við hvítvín sem var með "léttum sítrus keim og smá hunangi í eftirbragði" Afskaplega gott start.

réttur 2, skötuselsrúllan var ofboðslega góð. Hvítvínið sem fylgdi þeim rétti var ekkert spes í fyrstu en þegar maður drakk það með matnum small það rosalega vel með skötuselnum.. snilld!

Svo kom mesta spennan, gæsin með súkkulaði-kirsuberjasósunni. Bráðnaði uppi í manni með þessu yndislega rauðvíni Peter Lehmann Mentor 1999 mmmmm...

Eftirrétturinn, "Botrytis" surprise, var skemmtilegt surprise.
Nú kemur fróðleiksmoli:
Botrytis er semsagt myglusveppur sem leggst á vínber, gerir á þau loftgöt sem gerir vínin af þeim dísæt..
við fengum slíkt dísætt hvítvín með eftirréttinum.. það var algjör snilld. Eftirréttirnir voru þrír smáréttir; ítalskur marens á amaretto parfait, ís með einhverri brauðrúllu og hvít súkkulaðimús með fersku rósmarín! og með því drukkum við semsagt þetta dísæta "Peter Lehmann Botrytis Semillon 2002"

En núna getum við allavega farið að kalla okkur fastagesti á Holtinu.. það er ekki amalegt.

ps. Ég hafði hugsað mér að þetta yrði fyrsta áfengislausa helgin síðan í sumar.. en það er nú varla hægt að tala um slíkt eftir þessi fjögur glös og koníakið sem fylgdi í kjölfarið..
hvenær kemur hin áfengislausa helgi?!
(Hinn áfengislausi Helgi?!)