6.10.05

Hótel Holt - taka 2

Nú er tapað og grætt á víxl.. Ég tapaði 10 000 kalli í dag! Mér var boðið að kenna í forföllum en þurfti að hafna því út af bloody hópverkefni.

græddi samt 2000 kall í gær á móti.. ætlaði að taka leigubíl þegar ég missti af strætó en ákvað að bíða frekar.

en eftir allt þetta peningastreymi ákvað ég bara að við Ásdís skyldum skella okkur á Holtið!



Skelfiskur að smakka:
Kræklingur og kúskel með tómat og skarlottulauk
Léttreyktur hörpudiskur á jerúsalem ætiþistlum
Engifer og sítrusmarineruð risarækja og humar

Peter Lehmann Riesling Reserva 2000
Eden Valley – Australia



Skötuselsrúlla blómkál og jarðsveppir:
Steiktur skötuselur með kryddjurtum og parmaskinku,
blómkálsjarðsveppamauki og humarfroðu

Peter Lehmann Weighbridge Chardonnay 2004
South Australia Valley



Gæs, kirsuber og súkkulaði:
Steikt gæsabringa og gæsaballontine með fylltri kartöflu,
kóngasveppum og kirsuberja súkkulaðisósu

Peter Lehmann Mentor 1999
Barossa Valley – Australia



Eftirréttur “Botrytis” Surprise

Peter Lehmann Botrytis Semillon 2002
Barossa Valley – Australia

Kaffi og konfekt


Fjögurra rétta matseðill og vínglas með hverjum rétti,
Kaffi og konfekt

Verð 9.500.- á mann

Ásdís! fimmtudagur kl. 8, ég býð!