25.11.05

b-manneskja

Ég er b-manneskja dauðans en hef þurft að rífa mig nokkuð oft upp fyrir allar aldir núna að undanförnu. Ég mæti alltaf seint í skólann og mér finnst alltaf eins og himinn og jörð séu að farast þegar klukkan hringir eftir þriðja "snús" eða fjórða,, eða fimmta. Ég hata að vakna snemma

En nú er ég búinn að fatta hvernig á að fara snemma á fætur og hafa nógan tíma til að borða, taka sig til og snyrta sig og allt. Þú stendur bara upp þegar tími er kominn til og hana nú, ekki flóknara en það!

Oft eru einföldu lausnirnar bestar!