20.12.04

stórskólakór sem elskar bjór

Ég hef verið í kór núna 5 ár í röð -1 og það er orðið órjúfanlegur hluti af lífi mínu að syngja. En hvaðan í fjáranum kemur það inn í eðli mannsins að finnast gaman að syngja? Pabbi hefur aldrei, mér vitandi, sungið á ævinni en það er undantekningin, flestir hafa gaman af því. En gleðina á bak við söng ætti ég mjög erfitt með að útskýra.

Kórinn sem ég er í núna (Háskólakórinn) er ótrúlega skemmtilegur og maður hefur það á tilfinningunni að eitt af inntökuskilyrðum í kórinn sé að vera snillingur. Það er allavega hver einasta manneskja í kórnum pottþétt! Við munum syngja óvenjulegt en mjög skemmtilegt verk 12. febrúar nk., afríska messu eftir David Fanshaw (African Sanctus) og hver sem mætir á þá tónleika mun ekki vera svikinn!!
Eins og Akureyri er nú jólaleg og skemmtileg þá er eini gallinn við að vera kominn svona snemma hingað í jólafrí að missa af litlu jólum kórsins á morgun! Það verður án efa djúsað og djammað mikið eftir langt ölfrí út af prófunum.. Þó ég trúi nú í rauninni ekki á neitt yfirnáttúrulegt þá gerist alltaf eitthvað yfirnáttúrulegt og kyngimagnað í þessum kórpartíum..

hann verður kátur skólakórinn
er kemst hann í ölið að nýju.
ég fastlega býst við að jólabjórinn
búinn verði um tíu.
þá galdrakór mun galdra bjór
og gleðin hefjast að nýju.
konur og menn munu djamma enn
morguninn eftir til níu.

En ég missi víst af þessu. ohh!!