matur er betri en maur
Eggaldin og kjúklingabaunamauk
Chili tómatsúpa
fyllt svínalund með sætum kartöflum
tiramisú
Matseðillinn í fyrsta ofurmatarboði mínu í ár, sunnudagskvöldið 30. jan (ofurmatarboð skilgreini ég sem matarboð þar sem ég legg sál, tíma og mikla fyrirhöfn í matargerðina, helst a.m.k. þrír réttir og allt eins og best verður á kosið).
Notaði dularfulla uppskriftabókahaldarann óspart.
Stjarna kvöldsins var eiginlega hin einfalda, sætsterka chilisúpa. 3 grillaðar og flysjaðar paprikur steiktar í 2 hvítlauksrifjum og 2 msk af jómfrúarolíu, 1 chili bætt út í og nokkrum mínútum seinna ca. 10 flysjuðum tómötum. Að lokum 3-4 dl af kjúklingasoði, soðið í kortér og kryddað með t.d. paprikudufti, basil, salti og pipar, og að lokum ferskri steinselju.. mmmmm!
döðlurnar, hvítlaukurinn, furuhneturnar, basilíkan, steinseljan og cumminið var líka að dansa inn í svínalundinni.. jammm!
fór svo í bíó á Sideways (held ég að hún heiti?) algjör brilli.
<< Home