22.5.05

Er gamla Akureyri dauð?

Það sem setti mig endanlega úr partígír kvöldsins er að Akureyrarbarnagæskuviðmótið virðist vera dautt og allt virðist vaðandi í kerlingarbeyglum og gervitöffurum í jakkafötum. Ég kíkti aðeins í KA heimilið áðan þar sem kórinn minn gistir og ég, Ásdís, Siggi og Sigrún vorum að leita hvar kórinn var í húsinu þegar eitthvað kerlingarsvín hreytti í okkur ónotum því við nálguðumstum of dyrnar að e-h bjánalegu jakkalakka"teiti" sem ekki mátti hljóta þá óvirðingu að við stigum óvart einu skrefi inn í dæmið...
Kórinn fannst þó á endanum en þegar ég fór síðan skömmu seinna úr KA heimilinu þá var aftur gargað á mig úr sama "partí" og nú var það e-h metrósexúal Beckham-wannabe sem æpti með sígarettuna í munnvikinu: "Ekki labba á grasinu, það er stranglega bannað það er búið að rigna í allan dag!!"

wtf - ég kom ekki nálægt helvítis grasinu!!

þegar ég labbaði fram hjá andskotans aflituðu, næstum mössuðu blábjánunum sem stóðu þarna reykjandi fyrir utan partíið heyrðist mér ég heyra e-h minnst á Ingibjörgu og framtíð samfylkingarinnar.. vonandi (fyrir samfylkinguna) var þetta ekki fagnaðarteiti til heiðurs Ingu.
Mig langaði til að keyra í sjóinn en ég var nú á flotta jeppa foreldra minna svo ég keyrði bara heim og byrjaði að blogga..

:0

ó gamla Akureyri - ég gleymi þér aldrei og þú manst mig vonandi æ!