13.5.05

Til heiðurs Ásdísi!!

Ástís á afmæli en er í prófum og er lítt kát með skipan mála eftir því sem mér best skildist á msn tali okkar áðan. Skil það mætavel.. augun hennar gráu eru blá eftir að hún skellt bílhurð á nefið á sér, himininn heilsaði með gráma, ég heilsaði með hósta, afmælisdagur fer í próflestur og Chicago Bulls er fallið út úr úrslitakeppninni í NBA.. en öll él styttir upp um síðir..

í dag er dagsbirtan grá
og dimm en ekki blá
drunginn drepur á
dyrnar þó komið sé vor
æ já


auga míns yndis er grátt
en akkúrat núna þó blátt
passa þú Ásdís þig átt
og athuga betur þín spor
og hátt


þó vonlaus hann virðist og grár
þá veistu að himininn blár
oft um ókomin ár
ylja og þerra mun hor
og tár


bráðum kemur vorferð
svo kemur akureyrin
það verður sungið og trallað og trallað og skrallað og drukkið og smallað og sjallað og alles og ....
svo lífið er á leiðinni sko!!

bíddu bara..