ertu að kidda mig?
Er óeðlileg krafa hjá manni að sá sem vinni í við bókbindingar og prentgerð kunni eitthvað pínu á "word"?
Ég hélt mig væri að dreyma þegar ég fór með B.A. ritgerðina í gær og lét binda hana inn.
Ég bað hann um að prenta forsíðu á lhi-karton sem ég var með, en ég átti bara eftir að búa forsíðuna til. Ég skrifaði niður hvernig hún átti að vera og leit það ca. svona út
-
eftir Dmitri Sjostakovits og áhrif Bachs á samningu verksins
Ég hélt mig væri að dreyma þegar ég fór með B.A. ritgerðina í gær og lét binda hana inn.
Ég bað hann um að prenta forsíðu á lhi-karton sem ég var með, en ég átti bara eftir að búa forsíðuna til. Ég skrifaði niður hvernig hún átti að vera og leit það ca. svona út
-
Helgi Heiðar Stefánsson
'
'
'
-
24
Prelúdíur og fúgur
op. 87
Prelúdíur og fúgur
op. 87
eftir Dmitri Sjostakovits og áhrif Bachs á samningu verksins
'
'
'
'
-
Semsagt miðjaður titill með nafninu uppi hægra megin. Ekki mjög flókið??!
Ég vissi að það var e-h á seyði þegar ég sá áhyggjusvipinn á strákgreyinu yfir þessu verkefni. Síðan missti ég andlitið þegar ég sá hann byrja að ströggla við að setja textann inn í tölvuna. í 12-13 mín dundaði hann sér á space bar við að reyna að fá textann fallega í miðjuna og var sífellt að stroka allt heila klabbið út og reyna aftur.. en svo prentaði hann út prufu fyrir mig og þar hét ég:
Helgi Heiðar Davíðsson
24
24
Prelúdíur og fúgur
op. 87
allt var skakkt og leiðinlegt og gafst hann þá upp!! og sagði: prófa þú, ég næ þessu ekki beinu - ég strokaði allt út - Notaði síðan ALIGN CENTER takkann og reddaði þessu á 2-3 mín, skokkaði síðan furðu lostinn út í kalt vorið.
<< Home