12.5.05

gott er að borða gulrót...

Nýtt æði byrjað, ég er byrjaður að borða tonn af grænmeti og ávöxtum á dag. Byrjaði reyndar bara í gær og fór þá í Bónus og keypti eftirfarandi:

gulrætur
kínakál
the ugly fruit (algjör snilld!)
graskersfræ
papriku
4 appelsínur
eggaldin
2 epli
3 banana
spínat
5 tómatar

Gerði svo wildcard salat í gær sem að var helvíti gott. Í því var eftirfarandi:

1 lúka kínakál rifiið smátt
1 lúka spínat
1/2 paprika í mjóum lengjum
1 tómatur í litlum lengjum
2 msk graskersfræ
2 msk sesamfræ
2 msk sólblómafræ
1 msk furuhnetur
6-8 döðlur skornar í 3-4 bita
1 lúka rúsínur
1 appelsína skorin í litla bita

Í dag fór ég í Hagkaup og þá hélt geðveikin áfram:

Al falfa spírur
1/2 vatnmelóna
avocado
2 kiwi
2 ferskar fíkjur
3 appelsínur
1 fennikuhnaus

Bráðum verð ég kannski sterkur! og gáfaður - og duglegur?!