22.5.05

vorferð..

Brottför á þriðjudegi´´
Ég taldi mig svona tiltölulega nógu góðanaf veikindunum til að skella mér í vorferð en það voru hálfgerð mistök..
Hið fallega suðurland - sem ég hafði aldrei komið á! - leið hjá í veikindavímu djöfulsins og þegar komið var til Hafnar í Hornafirði um kvöldið hljóp ég inn í rúm og lá þar í ca. sólarhring..

Miðvikudagur í rúminu´´
Miðvikudeginum eyddi ég í rúminu á Höfn og hafði ekki einu sinni hugmynd um hvað aðrir voru að gera.. - afar leiðinlegur dagur en Ásdís hélt í mér lífinu með því að heilsa upp á mig 2-3 sinnum og færa mér e-h í gogginn úr búðinni..
Ákvað þó síðan að rífa mig upp og fara á tónleika kórsins um kvöldið og éta pizzu með þeim á eftir.. fór síðan ekki heim fyrr en um þrjú um nóttina en var þá líka að mér fannst hálfdauður úr kulda og ræfilsmennsku og skalf eins og býflugnavængur þegar ég skreið upp í rúm


Haldið að Eiðum á fimmtudegi´´
Höfn var síðan kvödd með eilítið betra heilsufari en þegar við komum til Eiða gerði ég þó ekki mikið nema að hósta og stynja og ætlaði snemma í rúmið.. júróvisjón bætti ekki heilsuna!!
Fór þó í tiltektargírinn og tók til um nóttina og skemmti mér vel við það

Föstudagurinn ekki svo galinn´´
Á föstudagskvöldinu var síðan orðið gaman hjá mér og ég gat loksins sungið með og slíkt þó röddin væri ekki alveg upp á sitt besta.. Ég og Ásdís fórum ekki að sofa fyrr en kl. 5 svo loksins gat ég talað um að vaka e-h frameftir.

Laugardagurinn er nýliðinn´´
Nóttin er ung og ég ætti núna að vera að djamma með kórnum síðasta kvöldið - næstum því orðinn heill og alles en.. vegir hela eru órannsakanlegir!! Einhver furðuleg þreyta og djöfulgangur veldur því að ég sit hérna og blogga um djamm í stað þess að stunda djamm.

það snjóaði eiginlega alla leiðina
ég var veikur eiginlega alla leiðina
þetta tvennt fer ekki vel saman
vonandi hefur fólki ekki leiðst hóstinn (um of)
ég drakk samtals 2 bjóra í ferðinni og 4-5 sopa af brennivíni!!!
áfengi og slappleiki fer rosalega illa saman!!
hausverkjatöflur og áfengi er rugl

Ásdís þurfti að þjóna mér
mikið í þessari ferð
ég er heimskur
mér fannst þó margt mjög skemmtilegt
í heildina séð borgaði sig fyrir mig að fara í þessa ferð
en ég hafði þó miklar efasemdir fyrstu tvo dagana!!

ef fólkið meikaði hóstann er ég sáttur
þetta var Cool - very cool