28.11.05

stóð mig með sóma

Var brunavörður á jólatónleikum í Hallgrímskirkju í kvöld. Það þýðir það að maður fær frítt á tónleikana en þarf að sitja nálægt brunaútgangi. Þetta voru gullfallegir tónleikar og ég naut mín vel í þessu embætti og undir lokin gerði ég meira að segja gagn! Það stóðu 2 konur upp inni í næst síðasta lagi og önnur þeirra virtist vera að fá aðsvif. Með snarræði kom ég þeim út bakdyramegin svo þær þurftu ekki að klöngrast yfir alla kirkju og trufla allt. Nú fer ég hamingjusamur að sofa í kvöld, vitandi það að ég skipti máli.

djöfull er ég annars svangur!