21.12.04

21. desember

21. des. í dag!
21. des. er merkilegur dagur fyrir fjölskylduna. Í dag eiga foreldrar mínir 30 ára brúðkaupsafmæli og í dag eru líka 17 ár síðan að ég og vinur minn Anton hlupum út úr alelda húsi fjölskyldunnar. Það var talið líklegast að það hefði kviknað í út frá seríunum á jólatrénu. Það er skrítin tilfinning þegar maður er 7 ára að sjá húsið sitt brenna en ég man að ég sá mest eftir því hversu margir pakkar voru komnir undir jólatréð. Pakkar sem ég hugsaði með mér að ég sæi nú aldrei aftur.

En ég var í sveitinni áðan að skreyta jólatréð með ömmu gömlu. Fékk smákökur og nýja kúamjólk mmm... eitthvað annað heldur en gerilsneydda sullið sem þeir selja í búðum. Þeir sem hafa ekki smakkað slíkt-verða!