Til hjálpar lesblindum!
Upp er komin vísa til margvíslegra hagkvæmra nota. Til hjálpar lesblindum, til hjálpar s-mæltum, til hjálpar þeim sem þjást af einbeitingarskorti og einnig til almenns yndisauka fyrir alla spennufíkla.
Vísan lýsir á dramatískan hátt samskiptum afa, föður og sonar. Afinn er sögumaðurinn og ávarpar í vísunni pabbann sem er í öngum sínum því að sonurinn er svo lélegur í stafsetingu, skrifar m.a. svona sona. Hann reynir að hugga pabbann og bendir á að sökum ungs aldurs geti enn brugðið til beggja vona með stafsetningu sonarins.
Þeir sem að ná botni í vísuna á innan við 23 sek, þurfa ekki að óttast um lesskilning sinn en aðrir þurfa að skerpa sig!
Svona er sonarsonurinn!
Skrifar svona sona.
Svona, svona sonur minn!
Sært þó svona sonur þinn
þig hafi, si svona!
enn getur brugðið til beggja vona.
Tileinkað næturhrafninum, eftirlegukindinni, grimma svíninu og beljuaðdáandanum - Ásdísi
p.s.
kom rödd, kom nú! Fyrir næstu Helgi.
Far slappleiki, far þú!
p.s. II
vísunnar er best notið með sherry og klaka; lesin allhratt og ákveðið með stöðugum rytma!
Vísan lýsir á dramatískan hátt samskiptum afa, föður og sonar. Afinn er sögumaðurinn og ávarpar í vísunni pabbann sem er í öngum sínum því að sonurinn er svo lélegur í stafsetingu, skrifar m.a. svona sona. Hann reynir að hugga pabbann og bendir á að sökum ungs aldurs geti enn brugðið til beggja vona með stafsetningu sonarins.
Þeir sem að ná botni í vísuna á innan við 23 sek, þurfa ekki að óttast um lesskilning sinn en aðrir þurfa að skerpa sig!
Svona er sonarsonurinn!
Skrifar svona sona.
Svona, svona sonur minn!
Sært þó svona sonur þinn
þig hafi, si svona!
enn getur brugðið til beggja vona.
Tileinkað næturhrafninum, eftirlegukindinni, grimma svíninu og beljuaðdáandanum - Ásdísi
p.s.
kom rödd, kom nú! Fyrir næstu Helgi.
Far slappleiki, far þú!
p.s. II
vísunnar er best notið með sherry og klaka; lesin allhratt og ákveðið með stöðugum rytma!
<< Home