10.2.05

B.A. ritgerðin

Jess, ég er hálfnaður með BA ritgerðina!!! Ég er búinn að forma eina setningu, loksins byrjaður, og hálfnað er víst verk ef hafið er.
Setningin hljómar annars svona: Sjostakovits byrjar fyrstu prelúdíu sína með greinilegri skírskotun til fyrstu prelúdíu Bachs.

En jæja ætli það sé ekki best að reyna að gera nokkrar setningar í viðbót fyrir svefninn.
Næsta setning verður væntanlega eitthvað á þessa leið: Það gerir hann með því að nota nákvæmlega sömu tóna í upphafshljóminn eins og Bach gerði, þ.e. einstrikað c, e og g og tvístrikað c og e.
Svo er bara að halda áfram!...