24.2.05

chillidíchill!

Jæja, matarboðið gekk vel, stelpurnar voru þægar og góðar og mitbringuðu m.a.s. zwei vienenflaschen. Cabernet Sauvignon 2002 rauðvínið frá Rosemont Ástralíu var snilld.

Einföld blaðlaukssúpa (að mestu kjúklingabaunir og blaðlaukur) hóf kvöldið og gaf hún góð áhrif. Fyrsta skiptið sem ég prófa svona blaðlaukssúpu en ekki það síðasta. Næst á dagskrá var salat með ýmsu gúmmelaði og sykurgljáðum kjúkling. Þetta salat hef ég oft gert og það klikkar aldrei.
Þá kom röðin að aðalréttinum, sem var svínalund fyllt með döðlum og hvítlauk og ýmsu fínerí sem borin var fram með sætum kartöflum og bökuðum kúrbít sem ég kryddaði með chili og ýmsum kryddum, fennikudufti, kóríanderfræjum, hvítlauk o.fl. Kúrbíturinn gaf skemmtilegan keim. Ís og hnetusúkkulaðikaka í eftirrétt og kaffi og sérrí og grand marnier og amaretto og og og, fátt jafn chillað og svona matarboð ef maður gengur alla leið sko..

Þurfti síðan að vakna í morgun og fara í Kópavoginn að stjórna 40 manna barnakór! Kannski ekki beint það sem maður er í stuði fyrir að morgni eftir svona át og drykkju. nueibb!

Þá er það bara uppvaskið..