13.2.05

ástarjátning

..til háskólakórsins

ég dýrka að drekka sterkan bjór
dansa við sópran og alt
er í firna flottum kór
sem fyllerí og almennt hór
elskar meira en allt

líf slíkt margir mundu kalla
myrkt og ljótt og holt
ó þeir sömu vita varla
að víf í kór þau elska karla
það sál að sönnu er hollt

já flykkist að mér kvennafans
sem fargi getur eytt
með sætum svip og flottum dans
þær senda mig til andskotans
því aðeins ég hugsa um eitt

þó maður hafi ekki á helvíti lyst
er helvíti gaman að neyta
sötra á víni og syngja af list
sötra svo meira og hlusta á Liszt
já slíku ég neita að neita