25.2.05

hugurinn verður í rúminu í dag, ég nennessu ekki!

af hverju getur maður ekki verið á tveimur stöðum í einu? nú er ég að fara að kenna í grafarvogi og mundi gjarnan vilja vera eftir heima líka til að liggja aðeins lengur í hlýja rúminu. svo þarf ég líka nauðsynlega að vera í skólanum í dag, þegar ég verð ennþá í grafarvogi. svolítið erfitt mál. ég hef heyrt því fleygt að innri maðurinn skipti öllu máli. hann verður allavega í rúminu í dag til svona hálf tvö, þó að líkamshylkið mitt verði eitthvað á þvælingi um borgina. ah! best að leggjast aftur (táknrænt séð).