26.2.05

svartur sokkur, hvítur sokkur

Nú er ég að fara að syngja í útskrift við hávirðulegan Háskóla Íslands og eðlilegt að maður klæði sig í snyrtilegan "búning" og allt það. En eitt skil ég ekki, og það er af hverju karlmenn mega ekki vera í hvítum sokkum.
Ég á helling af hvítum sokkum sem liggja bara inn í skáp, nema reyndar ef ég fer í íþróttir, það er eiginlega eini vettvangurinn sem ekki er agnúast út í hvíta sokka. Það er framleitt mikið magn af hvítum sokkum, eins og til að rugla okkur fatavitleysingana í ríminu, en ég er búinn að læra á þetta og er rétt í þessu að smeygja mér í fallega svarta sokka. En þetta sokkamál sökkar!!

En það má líta á sokkamálið sem spennandi heimspekimál, setja upp sokkaklípusögur. Hvað er réttast að gera í hinum ýmsustu sokkakrísum.

vandamál 1) Allir dökku sokkarnir þínir eru óhreinir nema einn stakur. Áttu þó nóg af hvítum. Hvað ber þér ger?

a) fara í einum dökkum og einum hvítum? (af fenginni reynslu er þetta ekki talið viðunandi)
b) fara í einum dökkum en vera ber á hinni löppinni?
c) fara í hvítu pari?
d) fara í táfýlusokkum?
e) fara á tánum?

vandamál 2) Aðeins eitt dökkt par er hreint, en á öðrum sokknum er stórt og myndarlegt gat á stórutá og annað á litlu tá og eitt svakalegt til viðbótar á hælnum. Hvað ber þér ger?

Svona má pæla og spekúlera í málunum en eins og með svo margt annað í lífinu þá er næsta víst að eitt rétt svar er ekki til. Í svona flóknum málum spilar svo margt inn í og seint sem að mannkynið mun verða sammála.

Peace on earth! :->