28.2.05

til hjálpar lesblindum IV

Fann mig skyndilega knúinn til að taka frí frá BA riti og gera góðverk. Því ekki að hjálpa lesblindum?!

Það er rangt að skrifa rangt með á-i.
Rangt að skrifa hvað með kái.
Og hvað þá að skrifa kvað með hái?!

Út úr kú er api með béi.
Algjör steypa eru læti með déi.
Og gerðu mér greiða og flengdu með e-i.

tína og týna eru ekki skyld.
Tíndu upp peninga alveg að vild
en týndu þeim ekki, það ekki er snilld.

Kunnir þú ekki skil á ei-i.
Alls ekki skiljir degi og deyi,
já skrifir deyi ei með ey-i

já ef þú á hverjum degi eygir ei, skilning á ei og ey.
Og eigir greyið í eilitlum vanda!!!!!!

Örvæntu ekki Helgi er hér!
Já örvæntu ekki væntu náðar.
Já væntu hjálpar því Helgi er
hér með sínar gáfur dáðar.

(Leiðréttir villur,
já vill leiðrétta!
Réttir leiðsögn
og leiðir vonandi rétt.)